VI: Plótínos um sálina og sjálfið

Í þessum síðasta tíma í fyrsta hluta námskeiðsins lesum við nýplatonistann Plótínos, sem var uppi á 3. öld. Plótínos er einn af síðustu stóru fornaldarheimspekingunum og kenningar hans eru um margt farnar að nálgast kenningar í nýaldarheimspeki. Plótínos er þekktur fyrir að skrifa mjög sérkennilegan stíl en við lesturinn ættu nemendur að hafa í huga að Plótínos var mjög vel lesinn og víðlesinn. Texti hann er gegnumsýrður af hugmyndum annarra, sem hann vann úr á mjög frumlegan hátt. Verkið er ekki varðveitt eins og Plótínos skildi við það heldur er það samansafn af verkum, stuttum og löngum, frá ýmsum tímum sem voru gefin út eftir dauða hans undir titlinum Níundir.

Við lesum 8. kafla úr IV. bók Níundanna, sem upphaflega var sennilega eitt heildstætt verk (og ekki kafli í stærra verki). Hér fjallar Plótínos, á óvenju persónulegum nótum, um sálina og sjálfið. Einna merkilegast er að velta fyrir sér kenningum hans um hver munurinn á sál og sjálfi er. Eins lesum við grein Aubry um sál og sjálf hjá Plótínosi, þar sem hún greinir lykilhugtök og hugmyndir um sál, sjálf, meðvitund og skynsemi hjá Plótínosi.

Nemendur ættu að rifja upp kenningu Platons í Fædoni um sálina.

Meginspurning dagsins er: Hvað er að vera maður sjálfur?

Lesefni:

  • Plótínos: Níund IV, 8 (þýð. Stephen MacKenna, bls. 334-343) (Ugla, texti 6a).
  • Gwenaëlle Aubry „Metaphysics of soul and self in Plotinus“, í The Routledge Handbook of Neoplatonism, ritstj. Pauliina Remes og Svetla Slaveva-Griffin, Routledge 2015, bls. 310-322 (Ugla, texti 6b).

Ítarefni: