Aristóteles: Frumspeki

Nú tökum við upp þráðinn frá fyrstu vikunni um Aristóteles og höldum áfram að fjalla um verundir, þ.e. grundvöll tilverunnar. Í Frumspekinni er mun flóknari og ríkari kenning um verundir en í Kvíunum. Frumspeki kallar Aristóteles líka fyrstu heimspeki og guðfæði, sem gefur til kynna hversu mikilvæga hann taldi hana vera.

Texti nr. 1 er íslensk þýðing á fyrstu bók Frumspekinnar, nr. 2 eru þýðingar á völdum köflum úr sama verki. Nr. 3 er umfjöllun um efnið og greining á kenningunni. Nr. 4 A er stutt grein um þróun verufræði Aristótelesar frá Kvíunum í gegnum Eðlisfræðina og til Frumspekinnar. Nr. 4 A er ítarlegri umfjöllun um frumspekina og nr. 4 B er pistill um verundir Aristótelesar.

  1. Aristóteles, Frumspekin I ásamt inngangi þýðanda.
  2. Cohen/Curd/Reeve: 809-46 [= Aristóteles, Frumspekin IV.1-3; VII.1-4, 6, 10-11, 13, 15, 17; VIII 1-2, 6; XII.6-9].
  3. Shields: 156-163.
  4. Ítarefni:
    1. Ugla: Makin: Aristotle: Form, matter and substance.
    2. Stanford: Cohen: Aristotle's Metaphysics.
    3. Adamson: Verundir Aristótelesar.