Platon: Þversögn Menons, upprifjun og viskuþrá

Í þessum tíma fjöllum við um tvö verk Platons, Menon og Samdrykkjuna. Þessi verk eru ólík í stíl og efnistökum. Í Menoni er gerð tilraun til að skilgreina hugtakið dyggð og í leiðinni kynnumst við upprifjunarkenningunni, sem eru mikilvæg rök fyrir tilvist frummynda. Í Samdrykkjunni er umfjöllunarefnið ást (eros) en í ræðu Sókratesar beinist ástin í sinni hreinustu mynd að þekkingu og frummyndum. Hér kynnumst við líka Díotímu, sem kenndi Sókratesi allt um ástina (það er mjög umdeilt hvort Díotíma hafi verið til), en við fjöllum betur um hana síðar (6. nóvember). Verkin eiga sameiginlegt að sýna heimspekingum leið áfram úr ráðaleysi sókratískra samræðna.

Textar nr. 1 og 2 eru þýðingar á Menoni og Samdrykkjunni (athugið að bæði verkin eru til í íslenskum þýðingum). Nr. 3 greinir rökin í Menoni. Nr. 4 A fjallar um Menon og 4 B um ást (eros) í tveimur verkum Platons, Fædrosi og Samdrykkjunni. Testi nr. 4 C er ný grein eftir Sigríði Þorgeirsdóttur um Díotímu í Samdrykkju Platons. Nr. 5 A og B eru viðtöl við heimspekinga um þemu dagsins.

 1. Cohen/Curd/Reeve: 241-266 [= Platon, Menon]. Þessi samræða hefur verið þýdd á íslensku: Platon, Menon (Rvk: Hið íslenska bókmenntafélag, 1985).
 2. Cohen/Curd/Reeve: 347-357 [=Platon, Samdrykkjan, ræða Sókratesar]. Þessi samræða hefur verið þýdd á íslensku: Platon, Samdrykkjan (Rvk: Hið íslenska bókmenntafélag, 1999).
 3. Shields: 61-68.
 4. Ítarefni:
  1. Adamson: Menon Platons.
  2. Adamson: Erótískar samræður Platons (m.a. Samdrykkjan).
  3. Ugla: Sigríður: Hver er Díótíma?
 5. Annað:
  1. Philosophy Bites: McCabe um þversögn Menons.
  2. Philosophy Bites: Hobbs um Platon og erótík.