Lestrardagbók í þekkingarfræði

Lestrardagbók (vægi 30%): Markmiðið er að nemendur þjálfist í að skrifa hjá sér hugleiðingar sínar um efnið sem þeir eru að glíma við hverju sinni. Hér skiptir ekki máli að skrifa skýran teksta með skotheldum rökfærslum heldur að skrifa hjá sér hugleiðingar sínar við lesturinn, að skrásetja glímuna við að skilja.

  • Nemendur skila lestrardagbók vikulega. Skilafrestur er á föstudegi (fyrir miðnætti) og skal dagbókum skilað í Uglu. Æskilegt er að skila dagbókarfærslum sem pósti til kennara í verkefnakerfi Uglu (undir „Lestrardagbók“) en einnig er hægt að skila þeim sem viðhengi með pósti.
  • Nemendur skila hreinritaðri dagbók tvisvar sinnum á tímabilinu. Fyrri helmingi í verkefnaviku, eigi síðar en föstudaginn 13.  október (frestur rennur út á miðnætti), og seinni helmingi við lok námskeiðsins, eigi síðar en föstudaginn 28. nóvember (frestur rennur út á miðnætti). Hreinritaðri dagbók skal skilað í Uglu. Nemendur sem skila of seint verða dregnir niður um 0,5 í einkunn fyrir hvern dag sem líður.
  • Kennari fer yfir hreinritaða dagbók og gefur einkunn fyrir, fyrst eftir skil í verkefnaviku og síðan í desember. Nemendur sem skila ekki vikulegum dagbókum fá 0 í einkunn fyrir þennan hluta.

Um frágang hreinritaðra dagbóka: Nemendur taka saman í eitt skjal allar dagbækur fyrri hluta og skila í Uglu fyrir 13. október. Sama gildir um seinni hluta, með skilafrest 28. nóvember. Skjalið skal vistað sem pdf-skjal áður en því er skilað í Uglu. Heimilt er að endurskrifa dagbækur áður en þeim er skilað, bæta við efni eða taka burtu og en það er líka í lagi að taka saman dagbækurnar óbreyttar eins og þeim var skilað í hverri viku og skila í einu skjali. Mikilvægt er að lesa yfir dagbækurnar og huga vel að frágangi - t.d. laga innsláttarvillur og hálfkláraðar málsgreinar.