Við Tómas Joensen fórum í Bixið hjá Höskuldi Höskuldssyni þar sem við áttum líflegar og skemmtilegar samræður um rannsóknir okkar á utanríkissamskiptum Íslands frá landnámi til lok Napoleonstríðsins. Þátturinn var fluttur þann 11. febrúar og það er hægt að nálgast hann á vef Útvarps Sögu.
Það er ánægjulegt hvað Höskuldur fjallar reglulega um Evrópumál, alþjóðamál og utanríkisstefnu Íslands. Það er ekki margir þáttastjórnendur sem kafa djúpt í málin og gefa góðan tíma fyrir umræður. Bixið á miðvikudögum milli kl. 17-18 er til fyrirmyndar hvað þetta varðar.