The refugee crisis, Germany and Schengen

Af mbl.is - Bald­ur Þór­halls­son, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði við Há­sjó­la Íslands, seg­ir lík­legt að Þjóðverj­ar hafi ákveðið að tak­marka straum flótta­fólks gegn­um Aust­ur­ríki til lands­ins til að skapa þrýst­ing á önn­ur lönd Evr­ópu­sam­bands­ins til að taka við flótta­fólki. Flótta­fólk sofi á göt­um borga í sunn­an­verðu Þýskalandi, og að fylki og birg­ir Þýska­lands eigi erfitt með að ráða við flótta­manna­straum­inn. Bald­ur seg­ir Þýska­land hafa leikið svipaðan leik skömmu eft­ir að Berlín­ar­múr­inn féll í sama til­gangi.
„Í fyrsta lagi þá er straum­ur flótta­manna það mik­ill að þýsku fylk­in og borg­irn­ar eiga orðið erfitt með að ráða við hann,“ seg­ir Bald­ur. „Í München var fólk farið að sofa á göt­un­um.“
„Í öðru lagi held ég að þýsk stjórn­völd séu að setja þrýst­ing á önn­ur aðild­ar­ríki Evr­ópu­sam­bands­ins, sem funda á morg­un í Brus­sel þar sem á að ræða hvort eigi að koma á þess­um svo­kallaða kvóta sem fæli í sér að hvert og eitt ríki þurfi að taka við ákveðið mörg­um flótta­mönn­um. Ég held að þetta sé því póli­tísk strategía til að þrýsta á stjórn­völd, sér­stak­lega í Mið- og Aust­ur-Evr­ópu, til að taka við hluta af flótta­mönn­un­um,“ seg­ir Bald­ur. Tíma­setn­ing­in sé því eng­in til­vilj­un.
„Í þriðja lagi gæt­ir vax­andi óánægju í Þýskalandi með ákvörðun kansl­ar­ans að taka við svona mikl­um fjölda flótta­fólks. Hún sæt­ir líka vax­andi gagn­rýni fyr­ir það í öðrum ríkj­um Evr­ópu­sam­bands­ins. Það er ein­fald­lega vegna þess að fólk sem er á flótta og hef­ur flúið t.d. Sýr­land frétt­ir að Þýska­land ætl­ar að taka við hundruðum þúsunda flótta­manna. Þá eru meiri lík­ur á að fleira flótta­fólk leggi af stað,“ seg­ir Bald­ur.
„Í fjórða lagi, atriði sem teng­ist öðrum liðnum, þá hef­ur Þýska­land leikið þenn­an leik áður. Eft­ir fall Berlín­ar­múrs­ins 1989 og í kjöl­farið komm­ún­ista­stjórna í allri Mið- og Aust­ur-Evr­ópu, þá streymdu til Evr­ópu flótta­menn frá austr­inu. Þetta voru nokkr­ar millj­ón­ir,“ seg­ir Bald­ur. „Flest­ir þeirra voru þýsku­mæl­andi en þó ekki all­ir og á ákveðnum tíma­punkti tak­mörkuðu þýsk stjórn­völd mót­töku þeirra. Fyrst tóku þeir við öll­um, eins og þeir hafa gert þangað til í dag. Svo hættu þeir að ráða við straum­inn og fóru að tak­marka hann. Það leiddi til þess að önn­ur ríki í Evr­ópu­sam­band­inu lentu í veru­leg­um vand­ræðum. Um leið og Þýska­land lok­ar landa­mær­un­um, þá hætta flótta­menn­irn­ir ekki að koma; þeir fara ein­fald­lega annað,“ seg­ir Bald­ur.

Vilj­ugri að ganga frá Schengen

Þetta varð að hans sögn meðal ann­ars til þess að ríki inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins voru vilj­ugri til að ganga frá Schengen-sam­komu­lag­inu og koma á frjálsu flæði fólks og þeirra ákvæða sem voru í kjöl­farið samþykkt í Schengen árin 1995 og 1996. „Merkel er því að taka sama snún­ing, vegna þess að ef Þýska­land loka landa­mær­um sín­um þá streym­ir flótta­fólkið til annarra ríkja sem lenda í mjög veru­leg­um vanda.“

Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.
Bald­ur Þór­halls­son, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði við Há­skóla Íslands. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Bald­ur seg­ir Þjóðverja vera mun bet­ur búna til að taka á móti stór­um hóp­um flótta­manna en aðrir. Landið sé til að mynda mjög stórt og Þýska­land hef­ur reynslu af því að taka á móti flótta­fólki, allt frá síðari heims­styrj­öld. „Þeir kunna þetta og geta tekið við mörg­um. Hin rík­in eru miklu verr í stakk búin til þess. Ég held að um leið og Þjóðverj­ar byrja að loka landa­mær­un­um og hóta að loka al­farið, þá gæti það leitt til þess að ríki í Aust­ur-Evr­ópu gefi eft­ir og taki við fleiri flótta­mönn­um,“ seg­ir Bald­ur.

Mik­ill mun­ur milli landa í Evr­ópu

Aðaláhersl­an virðist að hans sögn vera að fá lönd í Aust­ur-Evr­ópu til að taka að sér fleiri flótta­menn, en þetta séu líka ákveðin skila­boð til annarra ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins. „Þjóðverj­ar eru að taka á móti hundruðum þúsunda flótta­manna. Á sama tíma sagði Dav­id Ca­meron í breska þing­inu að Bret­ar ætluðu að taka við 20.000 flótta­mönn­um á næstu fimm árum. Í sam­an­b­urði við Þýska­land er það ekki mikið,“ seg­ir Bald­ur.
„Þetta er því tvenns­kon­ar. Bæði er [flótta­manna­straum­ur­inn] far­inn að skapa vanda­mál, Þjóðverj­ar ráða ekki við þetta, og það er verið að senda póli­tísk skila­boð að fleiri verði að hjálpa til,“ seg­ir Bald­ur. Hann er þessa stund­ina stadd­ur í Berlín í Þýskalandi, og hann verður ekki var við flótta­manna­straum­inn svo norðarlega í land­inu.

Verða að vinna með Þjóðverj­um

„Ef Þjóðverj­ar eru að grípa til þess­ara dra­stísku ráðstaf­ana - að koma á tíma­bundnu eða var­an­legu landa­mæra­eft­ir­liti - það fer eft­ir því hver verða viðbrögð annarra ríkja í Schengen. Ég held að ná­granna­lönd Þýska­lands eigi ekki ann­an kost en að vinna með Þjóðverj­um og taka við fleiri flótta­mönn­um. Það virðist vera regl­an frek­ar en und­an­tekn­inga að þegar Evr­ópu­sam­bandið er að glíma við erfið mál, hvort sem það er flótta­manna­straum­ur­inn eða ef­hanagskrís­ur, þá eru samn­ingaviðræður milli ríkj­anna mjög erfiðar og það næst ekki sátt um mál­in fyrr en á úr­slita­stundu. Menn beita öll­um brögðum til að ná fram sín­um mál­um og ég held að það sé það sem kansl­ar­inn er að gera,“ seg­ir Bald­ur.

Hann rifjar upp þegar Dan­mörk tók upp landa­mæra­eft­ir­lit við Þýska­lands. Það hafi verið að kröfu danska Þjóðarflokks­ins sem gerði það að skil­yrði fyr­ir að styðja fjár­laga­frum­varp stjórn­ar­inn­ar. „Þessi aðgerð var tal­in ólög­leg af fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins, sem mót­mæli henni mjög kröft­ug­lega. Hins veg­ar hef ég talið að ef ríki tel­ur að grund­vall­ar­hags­mun­um þess sé stefnt í voða, til dæm­is vegna gríðarlegs streym­is fólks yfir landa­mæri þess sem það ræður ekki við að taka á móti, þá sé ríkið í rétti til þess að grípa til ráðstaf­ana, ein­fald­lega til þess að ráða við aðstæðurn­ar. Þar mundi koma fram þessi grund­vall­ar­regla ESB að ef ríki bera fyr­ir sig grund­vall­ar­hags­muni, þá taki aðrir til­lit til þess,“ seg­ir Bald­ur.

Frjálst flæði vegna EES - ekki Schengen

Í þessu sam­hengi má nefna að í EES-samn­ingn­um sem kveður á um frjálst flæði fólks þar eru sér­stök ákvæði um að Ísland geti tak­markað straum fólks til lands­ins vegna fá­menn­is. „Það er skrifað inn í EES-samn­ing­inn,“ seg­ir Bald­ur og seg­ir því ákvæði einu sinni hafa verið beitt þegar Falun Gong menn komu til að mót­mæla komu for­seta Kína til lands­ins. Bald­ur vek­ur at­hygli á að það sé al­gjör mis­skiln­ing­ur að frjálst flæði fólks sé í gegn­um Schengen.
„Það er það ekki held­ur vegna ákvæða EES-samn­ings­ins um fjór­frelsið,“ seg­ir Bald­ur. Í fjór­frels­inu felst krafa um frjálst fæði vara, þjón­ustu, fjár­magns og fólks milli landa Evr­ópu­sam­bands­ins og aðild­ar­ríkja EES-samn­ings­ins. „Í Schengen felst ein­fald­lega krafa um að mega ferðast milli aðild­ar­ríkja Schengen án þess að sæta per­sónu­eft­ir­liti.“ Í Schengen fel­ist líka náin lög­reglu­sam­vinna. „Hún hef­ur skipt miklu meira máli en menn héldu þegar þeir skrifuðu und­ir samn­ing­inn á tí­unda ára­tugn­um vegna vax­andi alþjóðlegr­ar glæp­a­starf­semi sem menn sáu ekki fyr­ir. Lög­reglu­sam­vinn­an hef­ur því verið mun stærri angi sam­starfs­ins og mik­il­væg­ari en þeir héldu að hún yrði,“ seg­ir Bald­ur.

This entry was posted in Uncategorized. Bookmark the permalink.