Vorpróf er 180 mínútna skriflegt próf úr lesefni 5. og 6. bekkjar.
Vetrareinkunn er samsett úr skriflegum verkefnum, kynningum og ástundun. Verkefni haust 2014 gilda 45%, verkefni vor 2014 gilda 45% og ástundun gildir 10%.
Jólaprófseinkunn byggist á skriflegu verkefni I (5%), ritgerð I (25%), framsögu um efni ritgerðar II (15%), ritgerð II (45%) og ástundun (10%).
Vægi verkefna að vori skiptist þannig: Leiklestur (10%), skriflegt próf (20%), framsaga um efni ritgerðar III (15%), ritgerð III (45%), ástundun (10%).
Ritgerðir og önnur verkefni að vori:
- Undirbúinn leiklestur úr Skýjum Aristófanesar eða Síðustu dögum Sókratesar.
- Skriflegt próf.
- Kynning á efni ritgerðar III.
- Ritgerð III: 3500 til 5000 orða ritgerð um Platon eða Sókrates.
Ritgerðir og skriflegt verkefni að hausti:
- Skriflegt verkefni I: 300 til 500 orð um muninn á goðsögum annars vegar og heimspeki og vísindum hins vegar.
- Ritgerð I: 2000 til 2500 orða ritgerð um frumherja heimspekinnar.
- Ritgerð II: 3500 til 5000 orða ritgerð um Heródótos.