Þriðji heimspekiskóli helleníska tímabilsins er efahyggjan. Hún rekur upphaf sitt til klassíska tímabilsins og í raun varð Akademía Platons að helsta vígi efahyggjunnar ekki löngu eftir andlát hans. Efahyggjumenn færðu sterk - og stöðug - rök gegn möguleika þekkingar og héldu því jafnvel fram að ekki bara væri þekking ómöguleg heldur væri líka ómögulegt að hafa skoðanir. Í þessum tíma kynnumst við efahyggjunni og þróun hennar en í tímanum 25. nóvember munum við skoða nánar svokallað hætti efahyggjunnar, sem eru runa af rökum gegn möguleika þekkingar. Við munum líka í þessum tíma skoða samspil heimspeki og vísinda og þróun þeirra og m.a. koma inn á nokkur vandamál í vísindaheimspeki.
Texti nr. 1 eru þýðingar á textum efahyggjumanna og nr. 2 er greining á kenningum þeirra. Nr. 3 er grein eftir Jim Hankinson om þróun fornaldarvísinda í samspili við heimspeki og nr. 4 A er grein um efahyggju fornaldar. Nr. 4 B og C eru pistlar um hinn goðsagnakennda Pyrrhon og um Akademíu Platons og hvernig hún breyttist í efahyggjuskóla. 4 D er pistill um forn læknavísindi og hvernig þau tengjast þróun heimspekinnar.
- Inwood/Gerson: 302-309, 316-317.
- Shields: 207-216; 222-229.
- Ugla: Hankinson: Fornaldarheimspeki og vísindi.
- Ítarefni:
- Stanford: Voigt: Ancient Scepticism.
- Adamson: Pyrrho.
- Adamson: Nýja Akademían.
- Adamson: Forn læknisfræði.