Við lokum umfjöllun okkar um Platon með því að lesa kafla úr þremur verkum sem tilheyra síðasta hluta höfundarverks hans. Hér tekur Platon frummyndakenningu sína til umjöllunar og gagnrýni í Parmenídesi og Tímajosi. Í Þeætetosi spyr hann um eðli þekkingar og endar með gagnrýni á kenninguna sem við finnum í Menoni.
Textar nr. 1 og 2 eru þýðingar á viðeigandi stöðum í Parmenídesi og Tímajosi og texti nr. 4 er þýðing á lokahluta Þeætetosar, þar sem Sókrates tekur fyrir skilgreiningu á þekkingu sem sannri og rökstuddri skoðun. Nr. 3 er greining á gagnrýni Platons á frummyndakenningunni. Nr. 5 A og B eru greinar um Parmenídes Platons og um þekkingarfræði Platons. Nr. 5 C er pistill um þekkingarfræði Platons í Þeætetosi.
- Cohen/Curd/Reeve: 642-51 [= Platon, Parmenídes 127B-135D].
- Cohen/Curd/Reeve: 671-75 [= Platon, Tímajos 48B-52D].
- Shields: 106-111.
- Ugla: Þeætetos 201c-210d (þýð. M.J. Levett).
- Ítarefni:
- Stanford: Rickless: Plato’s Parmenides (sérstaklega 4.3).
- Stanford: Chapell: Plato on knowledge in the Theaetetus.
- Adamson: Þeætetos Platons.