Innan pyrrhonskar efahyggju voru þróaðar leiðir til að mæta öllum fullyrðingum um hvernig mætti rökstyðja þekkingu, að eitthvað væri örugglega satt. Þessar leiðir fólust í tegundum af rökfærslum sem voru kallaðar hættir. Tvö sett af háttum eru þekktus, 10 hættir Ænesídemosar og 5 hættir Agrippu. Við skoðum heimildir um þessa hætti og greinum rökin, sem eru um margt mjög nútímaleg, eftir bestu getu.
Texti nr. 1 er þýðing á heimildum um hætti efahyggjunnar, nr. 2 er greining á rökunum, nr. 3 er umfjöllun um Sextos Empeirikos þar sem kafli 3.5 fjallar sérstaklega um hættina. Nr. 4 A er pistill um Sextos.
- Inwood/Gerson: 325-240.
- Shields: 216-222.
- Stanford: Morison: Sextus Empiricus (sérstaklega kafla 3.5).
- Ítarefni:
- Adamson: Sextos Empeirikos.