Nú snúum við okkur að Platoni en tökum upp þráðinn frá síðasta tíma og skoðum Sókrates í ljósi Platons. Platon er án efa einn mikilvægasti heimspekingur sögunnar - kannski sá mikilvægasti. Í tilraun sinni til að skilgreina heimspekina notaði hann Sókrates sem fyrirmynd fyrir alla sem vilja leita sannleikans og lifa góðu og réttlátu lífi. Sókrates Platons er fjarri sófistunum og honum er stillt upp sem helsta andstæðingi þeirra.
Texti nr. 1 er þýðing á Evþýfróni eftir Platon, en þetta verk sýnir vel hvernig Sókrates ber sig að í rökræðum í elstu verkum Platons. Nr. 2 er íslensk þýðing á höfuðriti Platons, Ríkinu. Fyrsta bók þessa stóra verks er lesefni fyrir tímann. Þar sjáum við Sókrates í glímu við einn alræmdasta sófista nýrrar kynslóðar, Þrasýmakkos. Nr. 3 er greining á heimspeki Sókratesar eins og Platon lýsir honum. Nr. 4 A er grein um Sófistana og Sókrates og nr. 4 B og C eru tveir pistlar, sá fyrri um líf Platons en sá seinni um Sókrates eins og Platon lýsir honum. Nr. 5 A og B eru viðtöl við heimspekinga um þemu sem tengjast efni dagsins.
- Cohen/Curd/Reeve: 134-152 [= Platon, Evþyfron].
- Platon, Ríkið I
- Shields: 35-58.
- Ítarefni:
- Ugla: Svavar: Ágæti, dyggð og þekking: Sófistarnir og Sókrates.
- Adamson: Um Platon.
- Adamson: Um Sókrates Platons.
- Annað:
- Philosophy Bites: McCabe um sókratísku aðferðina.
- Philosophy Bites: Crisp um dyggðir.