Námslýsing (úr kennsluskrá 2014-15):
Í námskeiðinu verður farið yfir beygingarfræði forngrísku (attísku) í meginatriðum svo og undirstöðuatriði setningafræðinnar. Áhersla er lögð á að nemendur læri í námskeiðinu þau atriði sem þeir þurfa til að geta byrjað að lesa og þýða forngríska texta. Æskilegt er að nemendur hafi góðan skilning á íslenskri málfræði.
Fylgt verður 2. útg. kennslubókar Donalds J. Mastronarde. Lögð verður áhersla á meginatriði. Kennt verður þrisvar í viku. Kennslustundir innihalda bæði fyrirlestur sem tekur fyrir afmarkað efni og verkefnavinnu þar sem reynir á virkni nemenda. Valdir textar verða þýddir og skýrðir málfræðilega. Lestur námsefnisins fyrir hvern tíma er nauðsynlegt skilyrði þess að nemendur nái valdi á námsefninu. Hverjum fyrirlestri fylgja glósur kennara, sem settar verða á Uglu.
Tvö próf á misserinu gilda 30% hvort, skilaverkefni gilda samtals 10%, lokapróf gildir 30%.
Gerð verður krafa um lágmarks tímasókn (75%), sem veitir próftökurétt í lokaprófi.