Í fyrsta tíma skoðum við námsáætlun, hæfniviðmið og námsmat. Einnig verður viðfangsefnið, þ.e. frumspeki, kynnt og gefið stutt sögulegt yfirlit yfir þróun þess. Æskilegt er að nemendur kynni sér viðfangsefnið fyrir þennan tíma, t.d. með því að skoða lesefnið og íterefnið hér að neðan.
Lesefni:
- Námsáætlun (Ugla)
- „Feminist metaphysics“ eftir Sally Haslanger og Ástu Kristjönu Sveinsdóttur, í Stanford Encyclopedia of Philosophy.
Ítarefni:
- Ólafur Páll Jónsson: „Fyrirlestur 1: Hvað er frumspeki og hvernig hefur hún þróast?“ í Fyrirlestrar um frumspeki. Ágrip af rökgreiningarheimspeki, Háskólaútgáfan 2012: bls. 11-21.
- Peter van Inwagen og Meghan Sullivan: „Metaphysics“ (Stanford Encyclopedia of Philosophy)
- „What is metaphysics?“ Viðtal við Kit Fine á Philosophy Bites.
- Introduction to Metaphysics (WiPhi Open Access Philosophy, YouTube myndbönd).