Hvaða pirringur er þetta í ritstjóranum? Við hvað er hann hræddur?

Leiðari og Staksteinar um sterka stöðu Litháen í Evrópu og áhrifaleysi Íslands

Það hefur augljóslega farið fyrir brjóstið á ritstjóranum í Hádegismóum þegar að hann áttaði sig á því að litla veikburða landið, Litháen, sem hann ásamt Jóni Baldvini var fyrstur manna til að viðurkenna sem sjálfstætt ríki, er orðið áhrifameira og mikilvægara í Evrópu en hans eigið land – sem hann langar svo ofboðslega mikið að stýra aftur. Í dag er Litháen fullburða ríki sem stendur jafnfætis öðrum ríkjum í vestrænni samvinnu innan Evrópusambandsins og Atlantshafsbandalagins. Í dag fer það með forsætið í Evrópusambandinu og getur í krafti þess haft þónokkur áhrif á gang mála innan sambandsins – sér og öðrum til framdráttar.

Hvernig er ástatt fyrir Íslandi?

Er að renna upp fyrir ritstjóranum að hann hefur siglt skútunni í strand?

Að hann hefur gert Ísland að valdalausu smáríki á meðan Litháen er á toppnum?

Það væri óskandi að hægt væri að rökræða við ritstjórann á faglegum nótum en ekki persónulegum. Það litla efnislega sem er að finna í leiðaranum um fundi Leiðtogaráðsins er ekki rétt. Litháen fer í dag með forsæti Evrópusambandsins en ritstjórinn reynir að gera sem minnst úr því hlutverki og segir það „kostnaðarsama hringekju, þar sem ríkin skiptast á að fá að halda á fundarhamrinum á einum eða tveimur leiðtogafundum ESB á 6 mánaða formennskuskeiði!“ Raunar er það svo að Litháen kemur til með að stýra hundruðum funda í Ráðherraráði ESB ásamt því að skipuleggja og stýra daglegu starfi Ráðherraráðsins. Litháen kemur hinsvegar ekki til með að stýra neinum fundum í Leiðtogaráði ESB – ólíkt því sem ritstjóri Morgunblaðsins heldur fram – enda er að hlutverk forseta Leiðtogaráðsins. En það, hvort farið er með rétt mál í Hádegismóum, er löngu orðið aukaatriði – því miður – eins og Páll Magnússon útvarpsstjóri og margir fleiri hafa sýnt fram á.

Ritstjórinn er augljóslega dyggur hlustandi útvarps Sögu en þar fjallaði ég m.a. um stöðu Litháens og Íslands í góðum þætti Höskuldar Höskuldssonar, Bixið, sem er á miðvikudögum milli kl. 17 og 18.

leiðari            staksteinar 15

Viðurkenning á faglegum rannsóknum

Svo pirrar það ritstjórann augljóslega að Rannsóknasetur um smáríki er viðurkennt á alþjóðavettvangi fyrir faglegar rannsóknir og kennslu um smáríki í Evrópu. Það á nefnilega að reyna að þagga niður alla vitræna umræðu hér á landi sem honum er ekki þóknanleg. Það sést best á málflutningi hans gagnvart Ríkisútvarpinu.

staksteinar 17

Við eflumst við hverja raun. 🙂

En þetta er nú bara skemmtilegt:

1074631_10151593065244092_234615500_o

This entry was posted in Uncategorized. Bookmark the permalink.