Fræðimenn eru ekki helsta vandamál íslensks samfélags – vandamálið er málflutningur forsætisráðherrans

Ég hef ekki viljað blanda mér í umræðu um Evrópuskýrslu kollega minna við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands.  Ég ætlaði að láta þeim eftir að ræða hana – auk þess sem ég get ekki hugsað mér að taka þátt í þeirri ómálefnalegu umræðu sem hefur spunnist um Evrópumálin í kjölfar skýrslunnar.  Ég er auk þess á kafi við að rannsaka alþjóðasamskipti Íslands á miðöldum.  Það er minni hætta á því að verða fyrir skítkasti stjórnmálamanna við þá vinnu, en við rannsóknir á málefnum samtímans. 🙂

Nú get ég hins vegar ekki orða bundist eftir að forsætisráðherra blandaði mér persónulega inn í umræðuna á Alþingi í tengslum við væntanlega skýrslu Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands um Evrópumál.  Vísað er til þess að ég hafi verið í forsvari fyrir stofnunina. Forsætisráðherra vill augljóslega reyna að gera væntanlega skýrslu ótrúverðuga með því að segja að ég sem yfirlýstur stuðningsmaður aðildar Íslands að ESB komi að vinnu við hana. Væntanlega er ég með því orðinn einn af þessum hættulegu krossförum háskólasamfélagsins sem ráðamenn gera nú allt sem í þeirra valdi stendur til að þagga niður í.

Því miður er það svo í þessum aðdróttunum eins og í umræðum um skýrslu Hagfræðistofnunar að sumum stjórnmálamönnum er algjörlega sama um hvað er rétt og hvað rangt, svo framarlega sem það þjónar afstöðu þeirra. Þeim dettur ekki einu sinni í hug að leita sér upplýsinga til að reyna að fara með rétt mál.

Í þessu samhengi langar mig að árétta og spyrja eftirfarandi spurninga:

  1. Ég kem ekkert að vinnu við skýrslu Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands um Evrópumál og hef reyndar ekki hugmynd um hverjir eru að vinna hana.
  2. Ég lét af stjórnarformennsku við stofnunina fyrir rúmlega 2 árum og þó að ég vinni að mörgum málum (eins og rekstri Sumarskóla) innan Rannsóknaseturs um smáríki  sem starfar innan Alþjóstofnunarinnar mans! ð rannsóknum umm. m hverjir eru að vinna hana.  verið um vildu EFFA rrðamálastofnunar þá kem ég ekki nálægt daglegum rekstri.
  3. Hvenær munu íslenskir stjórnmálamenn hætta að ráðast að boðberum staðreynda eða röksemda sem ganga gegn þeirra afstöðu í stað þess taka málefnalega á þeim álitaefnum sem upp koma?
  4. Er til of mikils ætlast að ráðherrar séu málefnalegir og geti teki þátt í rökræðum?
  5. Er til of mikils mælst að stjórnmálamenn lesi þær skýrslur sem þeir hafa kallað eftir og greitt stórfé fyrir?
  6. Hafa ráðamenn virkilega engan áhuga á því að heyra hvað atvinnulífið og verklýðshreyfingin hefur að segja um Evrópumálin?
  7. Finnst forsætisráðherra í lagi að utanríkisráðherra geri ESB ábyrgt fyrir vargöldinni í Úkraínu?
  8. Finnst forsætisráðherra í lagi að utanríkisráðherra tali um helstu viðskiptaþjóðir okkar sem ,,úlfa í sauðagæru”?
  9. Gerir forsætisráðherrann sér grein fyrir því hversu skaðlegur svona málflutningur er fyrir Ísland?
This entry was posted in Uncategorized. Bookmark the permalink.