Þegar ekki mátti tala um Ísland sem smáríki - Smáríki: Þema í stjórnmálafræði og stjórnmálum á Íslandi

Í greininni, sem birtist í Revue Nordiques, skrifum við Alyson Bailes um það hvernig smáríki eru orðin þema í stjórnmálafræði og hugtakið notað í stjórnmálum á Íslandi. Meðal annars er fjallað um stofnun Rannsóknaseturs um smáríki og rifað upp hvernig sumir íslenskir stjórnmálamenn brugðust við þegar við hófum að tala um Ísland sem smáríki.

Hér er greinin: Small States-A Theme in Icelandic Political Science and Politics

Í dag eru kennsla og rannsóknir um smáríki og stöðu þeirra í alþjóðasamfélaginu orðin að dagsdaglegu viðfangsefni í stjórnmálafræði á Íslandi og stjórnmálamenn óhræddir að ræða um stöðu Íslands sem smáríkis.

Rannsóknasetur um smáríki – Öndvegissetur – við Háskóla Íslands er ein af virtustu rannsóknastofnunum á sviðum smáríkjafræða í heiminum – sjá http://ams.hi.is/rannsoknarsetur/csss/ - og stjórnmálafræðideild HÍ er fremst í flokki háskóla sem bjóða upp á nám í smáríkjafræðum – og býður upp á fjölmörg námskeið bæði í grunn- og meistaranámi um smáríki – m.a. Graduate Diploma in Small State Studies – sjá http://www.hi.is/stjornmalafraedideild/smarikjafraedi_diplomanam

This entry was posted in Uncategorized. Bookmark the permalink.