U.S. and Iran in 2020

What a mess! And lively debate on Facebook. Reyni hér að setja árás Bandaríkjanna í samhengi við gang mála í Miðausturlöndum. Það að Bandaríkin taki af lífi annan valdamesta mann Íran setur átökin á milli ríkjanna á nýtt og alvarlegt stig. Eigi að síður held ég að mikilvægt sé að halda sönsum og missa sig ekki í yfirlýsingum um árásina og hugsnlegum afleiðingar hennar: ,,... þegar við skoðum langtímastefnumótun Bandaríkjanna í Miðausturlöndum þá eru þeir að reyna að sporna við útþenslustefnu Írans sem þeim og stuðningsmönnum þeirra stendur veruleg ógn af. Íranar hafa verið að styrkja stöðu sína allverulega á síðustu árum og síðustu tveimur áratugum í Líbanon, Sýrlandi, Jemen og víða í Miðausturlöndum. Bandaríkjamönnum og Sádi-Aröbum þykir orðið nóg um og grípa í rauninni til þessara drastísku aðgerða til þess að reyna að senda Teheran skýr skilaboð: Hingað og ekki lengra.“

This entry was posted in Uncategorized. Bookmark the permalink.