Baldur Thorhallsson
Professor at the Faculty of Political Science at the University of Iceland. Baldur is also the Jean Monnet Chair in European Studies and Programme and Research Director at the Centre for Small States at the University. His research focuses primarily on small state studies, European integration and Iceland’s foreign policy. He has published extensively in international journals. He has contributed to several academic books and written two books on small states in Europe, Iceland and European integration – On the Edge and The Role of Small States in the European Union. He holds a PhD (1999) and MA (1994) in Political Science from the University of Essex in England. In 2002, Baldur established the Centre for Small State Studies at the University of Iceland in association with colleagues from around the globe and re-established the Icelandic Institute of International Affairs. He was Chair of their Board until 2011. Baldur has taught on small states at several universities and was the ‘Class of 1955’ Visiting Professor of International Studies at Williams College (MA, USA) in 2013 and Leverhulme Visiting Professor at the Queen Mary University of London in 2017. Baldur is currently working on a number of research projects related to Iceland’s external affairs, small states in European integration, and theories on small states, as well as teaching two courses on small states in Europe.
Address
Faculty of Political Science
School of Social Science
University of Iceland
101 Reykjavik
IcelandOffice in Oddi 223
E-mail: baldurt@hi.is
Tel: +354-525-5244Bookmarks
Archives
- May 2022 (1)
- April 2022 (5)
- March 2022 (4)
- February 2022 (4)
- January 2022 (2)
- December 2021 (4)
- October 2021 (4)
- September 2021 (5)
- May 2021 (1)
- January 2021 (1)
- December 2020 (2)
- November 2020 (4)
- March 2020 (2)
- January 2020 (2)
- December 2019 (1)
- November 2019 (9)
- August 2019 (2)
- May 2019 (2)
- April 2019 (1)
- March 2019 (2)
- December 2018 (1)
- October 2018 (1)
- September 2018 (1)
- July 2018 (7)
- May 2018 (1)
- April 2018 (2)
- March 2018 (5)
- February 2018 (1)
- November 2017 (2)
- October 2017 (4)
- September 2017 (1)
- August 2017 (1)
- July 2017 (1)
- June 2017 (6)
- May 2017 (6)
- April 2017 (1)
- March 2017 (3)
- February 2017 (1)
- December 2016 (2)
- November 2016 (9)
- October 2016 (11)
- September 2016 (7)
- August 2016 (2)
- July 2016 (2)
- June 2016 (9)
- May 2016 (6)
- April 2016 (3)
- March 2016 (3)
- February 2016 (4)
- January 2016 (2)
- September 2015 (5)
- August 2015 (1)
- March 2015 (15)
- December 2014 (3)
- November 2014 (6)
- October 2014 (7)
- September 2014 (3)
- August 2014 (8)
- June 2014 (6)
- May 2014 (8)
- April 2014 (10)
- February 2014 (4)
- January 2014 (2)
- December 2013 (4)
- November 2013 (2)
- October 2013 (4)
- September 2013 (3)
- August 2013 (3)
- July 2013 (14)
- June 2013 (17)
- May 2013 (9)
- April 2013 (13)
- March 2013 (11)
- November 2012 (1)
- October 2012 (3)
- September 2012 (1)
- August 2012 (2)
- June 2010 (1)
- June 2009 (2)
- July 2003 (1)
- March 2003 (1)
- December 2002 (1)
- November 2002 (1)
- October 2002 (1)
Kafaldsmyglingur: Staða smáríkja árið 2022
Það eru viðsjárverðir tímar fyrir smáríki í heiminum í dag. Staða smáríkja og veikra miðlungsstórra ríkja er líklega ótryggari en nokkru sinni frá tímum kalda stríðsins. Þetta á við um landvarnir, öryggismál eins og aðgengi að bóluefni í heimsfaraldri og netógnir eins og falsfréttir og netárásir. Þetta kemur fyrst og fremst til vegna valdagráðugra ráðamanna stórra ríkja sem vilja styrkja stöðu sína í heiminum. Það geta þeir gert þar sem Bandaríkin eru ekki eins viljug og áður að halda verndarhendi yfir litlum bandalagsríkjum sínum og Evrópusambandið er ekki nægjanlega öflugt til að láta verulega til sín taka. Veikari Bandaríki og veikara Evrópusamband þýðir vanmáttugri smáríki.
Eins og við þekkjum úr sögunni er litlum ríkjum og sjálfsstjórnarsvæðum enn á ný ógnað af valdabrölti ríkja sem vilja styrkja efnahags- og hernaðarlega stöðu sína. Skýrustu dæmin síðustu misserin er innrás Aserbaísjan í Armeníu þar sem þúsundir létu lífið, hótun Rússlands um að ráðast inn í Úkraínu (en Rússar hafa þegar hluta landsins á valdi sínu og talið er að um 14 þúsund manns hafa látið lífið), tilraun til valdaráns með stuðningi Rússlands í Svartfjallalandi, markviss viðleitni Serba að berja undir sig stærra landsvæði í Bosníu, afnám lýðræðis og grundvallarmannréttinda í Hong Kong, yfirtaka Talibana í Afganistan og átök Sádi-Arabíu og Íran í Jemen.
Einnig starfar litum ríkjum ógn af þeirri stefnu kínverska stjórnvalda að auka ítök sín í heiminum. Þetta á einkum við í litlum nágrannaríkjum Kína en einnig í Afríku og á Íslandi, Færeyjum og Grænlandi. Ef ríkin fara svo ekki að vilja Kína þá geta þau þurft að þola útlokun og viðskiptaþvinganir sem geta haft alvarlegar afleiðingar eins og raunin var með Noreg á sínum tíma (eftir að norska Nóbelsverðlaunanefndin veitti Liu Xiaobo friðarverðlaun Nóbels árið 2010).
Litlum ríkjum og veikburða stórum ríkjum stafar líka ógn af nýjasta vopni Rússlands og Tyrklands sem er að senda flóttamenn út í opin dauðann til að ná sínu fram í deilum við Pólland og Grikkland og Evrópusambandið. Rússnesk stjórnvöld stunda auk þessa skipulegan hernað á netinu gegn skilgreindum óvinveittum stjórnvöldum þar sem dreift er falsfréttum einkum og sér í lagi í Austur-Evrópu. Leiða má líkum að því að þúsundir manna hafi látið lífið í heiminum vegna þáttar rússneskra stjórnvalda í að deila falsfréttum um bóluefni í yfirstandandi heimsfaraldri.
Einnig hefur heimsfaraldurinn sýnt fram á að lítil ríki byggja alfarið á velvild stórra ríkja þegar kemur að aðgengi að bóluefni – eina undantekningin er Ísrael vegna sterkrar stöðu lyfjafyrirtækja í landinu.
Sú spurning hlýtur að vakna hvað sé til ráða fyrir lítil ríki eins og Ísland, Armeníu og Svartfjallaland, sjálfsstjórnarhéruð eins og Grænland og Færeyjar og miðlungsstór ríki eins og Pólland og Úkraínu.
Sterkasta vopn veikburða ríkja er að afla sér bandamanna sem hafa burði til að tryggja öryggi þeirra. Fagrar yfirlýsingar vinaþjóða á tillidögum eru gagnslausar þegar kemur að landvörnum, netöryggi eða aðgangi að bóluefni þegar áfall ríður yfir og stjórnvöld í hverju og einu ríki huga fyrst og fremst að velferð eigin borgara. Á friðartímum þurfa lítil ríki að tryggja sér pólitískt (hernaðarlegt og diplómatísk), efnahagslegt (aðgengi að mörkuðum) og samfélagslegt (eins og aðgengi að nýjustu tækni og vísindum) skjól. Þau þurfa að ganga í hernaðarbandalög til að tryggja landvarnir og vera með samninga sem kveða á um aðstoð vegna netógna og farsótta. Að öðrum kosti er hætt á að þau einangrist og fái ekki þá aðstoð sem þau þurfa á að halda. Skortur lengi framanaf á bóluefni í Nýja-Sjálandi er gott dæmi um þetta sem og ítök kínverskra stjórnvalda í landinu.
Vandinn verður fyrst alvarlegur þegar enginn er tilbúinn að skuldbinda sig til að veita litlu ríki skjól - svo ekki sé nú talað um ef að lítið ríki er á svæði sem stórt ríki telur vera yfirráðasvæði sitt. Þá fer fyrir Armeníu, Úkraínu og Georgíu eins og fór. Um leið og það dregur úr vilja Bandaríkjanna að standa við bakið á litlum lýðræðisríkjum þá færa stór ríki eins og Kína, Rússland og Tyrkland sig upp á skaftið. Evrópusambandið hefur ekki burði til að taka við hlutverki Bandaríkjanna.
Öryggi Eystrasaltsríkjanna er tryggt vegna aðildar þeirra að NATO og aðgangs að bóluefni vegna aðildar þeirra að Evrópusambandinu. Landvarnir Íslands eru tryggðar með aðildinni að NATO og öryggi landsmanna er tryggara vegna umfangsmikillar alþjóðlegrar samvinnu stjórnvalda um netöryggismál. Öryggi Íslendinga er einnig tryggara vegna aðildar að Evrópska efnahagssvæðinu ekki bara vegna óhefts aðgangs að einum stærsta markaði heims heldur vegna velvilja aðildarríkja ESB að veita Íslandi bóluefni í gegnum EES-samstarfið. Það er hins vegar veik staða fyrir lítið ríki að þurfa að byggja á velvild annarra þegar mikið liggur við.
Í Evrópu er ákveðinn vandi falinn í því að stóru ríkin Þýskaland og Frakkland eru ekki tilbúin að skuldbinda sig til að veita smærri ríkjum álfunnar skjól nema innan Evrópusambandsins. Aðild lítils ríkis að sambandinu veitir að vísu umfangsmeira efnahagslegt og samfélagslegt skjól en þekkist í heiminum. Aðgangur lítilla ríkja að bóluefni á vegum Evrópusambandsins er gott dæmi um þetta. Einungis sjálfsstjórnarsvæði eins og Grænland og Færeyjar njóta tryggara skjóls. Fórnarkostnaðurinn er að þau eru ekki sjálfstæð ríki heldur hluti af Danmörku.
Bandaríkin og Evrópusambandið með Þýskaland og Frakkland innanborðs eru helstu skjólsveitendur lítilla lýðræðisríkja í heiminum. Ef Bandaríkin heykjast á því að styðja við bakið á þeim og Evrópusambandið eykur ekki styrk sinn til að koma þeim til aðstoðar eru þessi litlu lýðræðisríki í vanda stödd. Afleiðingarnar verða að ítök Kína og Rússlands í heiminum munu aukast. Það mun þrengja stöðu Bandaríkjanna og ríkja Evrópusambandsins og allra þeirra sem tala fyrir lýðræði og mannréttindum.
Enn og aftur eiga smáríki allt undir þeim ákvörðunum sem teknar eru í stórum ríkjum. Lítil ríki geta eigi að síður fylgt liði með valdablokkum sem tala fyrir lýðræði og mannréttindum og látið til sín taka í samstarfi með þeim. Það að taka gylliboðum frá voldugum ríkjum sem ekki virða lýðræði, mannréttindi, sjálfstjórn og landamæri getur reynst dýrkeypt.
Áramótahugleiðing.
This entry was posted in Uncategorized. Bookmark the permalink.