Veitt verður yfirlit yfir heimspeki fornaldar, byggt á nákvæmum lestri frumtexta. Fjallað verður um frumherja grískrar heimspeki fram yfir daga Sókratesar, heimspeki Platons og Aristótelesar, sem og arftaka þeirra, efahyggjumenn, epikúringa og stóumenn. Einkum er horft til frumspeki og þekkingarfræði fornaldar.
Námskeiðið er 10 eininga inngangsnámskeið í I. hluta heimspekináms. Fyrir heimspekinema er námskeiðið skyldunámskeið hvort sem heimspeki er tekin sem auka- eða aðalgrein. Ætlast er til að það sé tekið á fyrsta námsári í heimspeki. Námskeiðið getur verið valnámskeið fyrir nemendur í öðrum greinum.
Fluttir verða 2 x 12 fyrirlestrar. Verkefnavika er um mitt misseri; þá eru ekki fyrirlestrar heldur miðannarpróf. Lestur námsefnisins er nauðsynlegt skilyrði þess að nemendur nái tökum á námsefninu. Lestur ítarefnis dýpkar og breikkar skilninginn.
Hver tími tekur fyrir afmarkað efni. Að loknum fyrirlestri eru glósuglærur settar í Uglu. Glósurnar eru ekki tæmandi lýsing á innihaldi fyrirlestra, heldur leiðarvísir um efnið og áherslur námskeiðsins.
Myndir frá Aþenu (vor 2014):
- Yfirlitsmynd (heimspekiskólar í Aþenu).
- Fangelsið sem Sókrates dvaldi í síðustu dagana.
- Akademía Platons #1 og #2.
- Lýseum Aristótelesar.
- Stóa (sjá líka hér).
- Þingstaðurinn (Pnyx) #1 og #2.
Ýmislegt ítarefni:
- MM McCabe um Sókrates og krísu háskólanna (2014).
- Myles Burnyeat í sjónvarpsviðtali um Platon.
- Martha Nussbaum í sjónvarpsviðtali um Aristóteles.
- Viðtal við heimspeking sem reyndi að verða forsætisráðherra (Philosophy Bites viðtal við Michael Ignatieff 14. apríl 2014).
- Grískt heimspekitíst (twitter).
Upplýsingar um fyrri námskeið: