Scotland as an Independent Small State

Í veftímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla birtist nýverið grein eftir Alyson Bailes,  Baldur Þórhallsson  og Rachael Johnstone  undir heitinu Scotland as an Independent Small State: Where would it seek shelter? Þar velta greinarhöfundar fyrir sér kostum og göllum sem Skotlandi myndi standa frammi fyrir yrði það að sjálfstæði ríki.

alyson_baldur

30. apríl síðastliðinn var Alyson og Baldri boðið að kynna niðurstöður sínar í háskólanum í St. Andrews, áður en sjálf greinin var birt. Daginn eftir var haldið til Edinborgar þar sem þau héldu málstofu fyrir tuttugu skoska embættismenn sem vinna nú að áætlun fyrir mögulegar aðgerðir eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Skotlands sem haldin verður í október 2014. Alyson hefur tvisvar áður verið til ráðgjafar fyrir þessa sömu embættismenn og 6. ágúst nk. mun hún hitta þá aðila sem fjalla um stöðu Skotlands út frá sjónarhorni smáríkja. Í millitíðinni hefur Baldur einnig haldið fyrirlestra um efnið í háskólanum á Grænlandi, og Alyson hefur birt aðra grein ásamt breskum samstarfsmanni, Paul Ingram, um sjónarhorn friðar í stefnu um sjálfstætt Skotland. Sú grein ber heitið Chasing the Nordic Option After Independence.

Alyson og Baldur stefna á að halda fyrirlestur í Háskóla Íslands í haust um málefni Skotlands.

This entry was posted in Uncategorized. Bookmark the permalink.