STÓRU tíðindin í borgarstjórnarkosningunum eru að innflytjendamál felldu meirihlutann í Reykjavík. Þetta er í fyrsta skipti sem innflytjendamál skipta verulegu máli í kosningum á Íslandi. Þetta er líklegt til að breyta stjórnmálaumræðunni til framtíðar.
HIN STÓRU TÍÐNINDIN eru að einn af hinum hefðbundnu stjórnmálaflokkum í landinu notar andúð ákveðinna kjósenda á fjölmenningu og útlendingum til að ná til sín fylgi. Þetta hafa nýir lýðskrumsflokkar og gamlir öfgahægriflokkar (sem eiga rætur í hugmynafræði fasisma) gert með góðum árangi í Evrópu á undanförnum árum - en það er tiltölulega nýtt að þetta komi í hlut hefðbundins stjórnmálaflokks.
Önnur mikilvæg tíðindi:
1. Kosningarnar staðfesta alvarlegan klofning vinstri flokkanna – vinstri vængurinn hefur sjaldan verið eins klofinn (hef ekki heyrt nokkurn mann minnast á þetta!).
2. Almenn sterk staða Sjálfstæðisflokksins sem ætti að styrkja Bjarna.
3. Sigur Samfylkingarinnar í Reykjavík og sterk staða Dags.
4. Björt framtíð gæti átt framtíðina fyrir sér þó að niðurstaðan í Reykjavík bendi ekki til þess.
5. Stórtap Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
6. Vantrú stórs hluta kjósenda á gömlum og nýjum stjórnmálamönnum.
7. Framsóknarflokkurinn stendur þokkalega þrátt fyrir verulega ágjöf að undanförnu.