Ánægður með þann áhuga sem samkennari minn Hannes Hólmsteinn Gissurarsson, prófessor, hefur sýnt kenningu minni um að smáríki þurfi efnahagslegt, pólitískt og félagslegt skjól vondugri ríkja, svæða- og alþjóðastofnana. Hann skrifaði stuttan pistil í Morgunblaðið sem bar yfirskriftina ,,Skjól eða gildra?'' 5. september um þetta efni. Við erum ekki sammála í einu og öllu en það er aukaatriði. Rökræðan skiptir mestu og ræður för.