Framtíðsýn á utanríkismál Íslands er umfjöllunarefni lokaþáttar Völundarhúss utanríkismála. Í þættinum er meðal annars rætt um helstu áskoranir og tækifæri sem Ísland stendur frammi fyrir í alþjóðamálum, hvernig íslenskum ráðamönnum hafi gengið að feta sig í alþjóðasamfélaginu frá lokum kalda stríðsins og hvort Ísland hafi tryggt sér bandamenn sem geta aðstoðað við að tryggja hagsmuni sína. Gestir þáttarins eru þau Halla Hrund Logadóttur orkumálastjóri og aðjúnkt við Harvard háskóla og Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra og höfundur ítarlegra skýrsla um utanríkismál Íslands. Grein um efni þáttarins á Kjarnanum.