Hvenær virka viðskiptahindranir best?

Viðskiptaþvinganir og aðrar refsiaðgerðir gegn ríkjum skila sjaldnast árangi. Það er helst að þær skili árangi ef þeim er beitt gegn litlum ríkjum í rómönsku Ameríku eða Afríku. Stór ríki eins og Rússland og Kína láta sjaldnast undan refsiaðgerðum. Fjögur atriði skipta mestu þegar kemur að því að viðskiptahindranir og aðrar refsisaðgerðir virki.
1. Skýr krafa þarf að vera til staðar um hvað ríkið sem beitt er þvingunum þarf að gera til að þeim verði aflétt. Yfirleitt þýðir lítið að krefjast þess að valdaskipti verði í ríkinu. Miklu líklegra til árangur er til dæmis að krefjast þess að ríki hætti auðgun úrans eins og í tilfelli Írans.
2. Meiri líkur eru á að þvinganir virki ef vinveitt ríki er beitt þeim. Vinveitt ríki eiga oftast í meiri efnahagslegum og pólitískum samskiptum. Það er því meira í húfi fyrir vinveitta ríki sem beitt er refsiaðgerðum. Gott dæmi er þegar Bretar og Frakkar réðust inn í Egyptaland í Suez-deildunni. En Bandaríkin voru á móti innrásinni og hótuðu að beita vinaþjóð sína Breta refsiaðgerðum drægju þeir ekki herlið sitt til baka. Bretar gáfu eftir.
3. Viðskiptaþvinganir þurfa að leiða til mikils fjárhagslegs tjóns. Ef skaðinn er lítill virkar þvinganir ekki. Auk þessa er miklu áhrifaríkara að beita fjármálageira ríkja þvingunum heldur en að sniðganga einstaka vörutegundir. Þegar vörur eru sniðgengar færast viðskiptin einfaldlega yfir á svarta markaðinn.
4. Öflug bandalag ríkja þarf að standa að refsiaðgerðunum. Viðskiptaþvinganir sem Bandaríkin standa að ein og sér eru ólíklegri til að skila árangi heldur þvingandir sem Bandaríkjamenn standa að með bandalagsríkjum sínum. Því fleiri ríki sem standa að refsiaðgerðum því meiri líkur eru að þær skili árangi.
Fór ítarlega yfir viðskiptahindranir og stöðu Íslands í því sambandi á Morgunvaktinni. Hefst á 37 mínútu.

This entry was posted in Uncategorized. Bookmark the permalink.