Ísland þarf að hafa áhyggjur af netárásum Rússa

,,Baldur Þórhallsson, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði við Há­skóla Íslands, segist ekki trúa því að Íslendingum stafi bein ógn af Rússum nema þá í formi netárása sem hann segir að geti verið mjög umfangsmiklar.
„Ég held að við þurfum að hafa áhyggjur af netárásum. Við erum náttúrulega í Atlantshafsbandalaginu. Við erum að styðja Úkraínsk stjórnvöld. Íslensk stjórnvöld hafa talað með mjög skýrum hætti þannig að við þurfum að gæta að netöryggi sem framast er unnt,“ sagði Baldur í samtali við Ísland vaknar í morgun.
Bætti hann við að mikilvægt væri einnig að huga vel að öryggismálum í kringum rússneska sendiráðið til að tryggja öryggi mótmælenda fyrir utan sendiráðið." Úr viðtali í Ísland Vaknar á K100.

This entry was posted in Uncategorized. Bookmark the permalink.