Innrás Rússlands í Úkraínu hefur verulega styrkt samvinnu Vestrænna ríkja. Þetta á einkum við um samvinnu í öryggis- og varnarmálum innan NATO og ESB en efnahagsleg samvinna ríkjanna er einnig að aukast. Innrásin er líkleg til að auka til muna samvinnu ríkja Evrópusambandsins á öllum þessum sviðum í nánustu framtíð. Öll þau áföll sem ríki sambandsins hafa orðið fyrir á liðnum árum hafa stuðlað að nánari samvinnu þeirra á milli í þeim málaflokkum sem áföllin hafa náð til. Svar ríkjanna við áföllum er ætíð að samvinna skili meiri árangri en sundrung. Auk þess sem fátt stuðlar að nánari samstöðu en sameiginlegur óvinur. Bæði NATO og ESB voru fyrst og fremst stofnuð á sínum tíma til að verjast Sovétríkjunum.
Meira hér: Silfrið, 3. apríl, 2022