Baldur Thorhallsson
Professor at the Faculty of Political Science at the University of Iceland. Baldur is also the Jean Monnet Chair in European Studies and Programme and Research Director at the Centre for Small States at the University. His research focuses primarily on small state studies, European integration and Iceland’s foreign policy. He has published extensively in international journals. He has contributed to several academic books and written two books on small states in Europe, Iceland and European integration – On the Edge and The Role of Small States in the European Union. He holds a PhD (1999) and MA (1994) in Political Science from the University of Essex in England. In 2002, Baldur established the Centre for Small State Studies at the University of Iceland in association with colleagues from around the globe and re-established the Icelandic Institute of International Affairs. He was Chair of their Board until 2011. Baldur has taught on small states at several universities and was the ‘Class of 1955’ Visiting Professor of International Studies at Williams College (MA, USA) in 2013 and Leverhulme Visiting Professor at the Queen Mary University of London in 2017. Baldur is currently working on a number of research projects related to Iceland’s external affairs, small states in European integration, and theories on small states, as well as teaching two courses on small states in Europe.
Address
Faculty of Political Science
School of Social Science
University of Iceland
101 Reykjavik
IcelandOffice in Oddi 223
E-mail: baldurt@hi.is
Tel: +354-525-5244Bookmarks
Archives
- May 2022 (1)
- April 2022 (5)
- March 2022 (4)
- February 2022 (4)
- January 2022 (2)
- December 2021 (4)
- October 2021 (4)
- September 2021 (5)
- May 2021 (1)
- January 2021 (1)
- December 2020 (2)
- November 2020 (4)
- March 2020 (2)
- January 2020 (2)
- December 2019 (1)
- November 2019 (9)
- August 2019 (2)
- May 2019 (2)
- April 2019 (1)
- March 2019 (2)
- December 2018 (1)
- October 2018 (1)
- September 2018 (1)
- July 2018 (7)
- May 2018 (1)
- April 2018 (2)
- March 2018 (5)
- February 2018 (1)
- November 2017 (2)
- October 2017 (4)
- September 2017 (1)
- August 2017 (1)
- July 2017 (1)
- June 2017 (6)
- May 2017 (6)
- April 2017 (1)
- March 2017 (3)
- February 2017 (1)
- December 2016 (2)
- November 2016 (9)
- October 2016 (11)
- September 2016 (7)
- August 2016 (2)
- July 2016 (2)
- June 2016 (9)
- May 2016 (6)
- April 2016 (3)
- March 2016 (3)
- February 2016 (4)
- January 2016 (2)
- September 2015 (5)
- August 2015 (1)
- March 2015 (15)
- December 2014 (3)
- November 2014 (6)
- October 2014 (7)
- September 2014 (3)
- August 2014 (8)
- June 2014 (6)
- May 2014 (8)
- April 2014 (10)
- February 2014 (4)
- January 2014 (2)
- December 2013 (4)
- November 2013 (2)
- October 2013 (4)
- September 2013 (3)
- August 2013 (3)
- July 2013 (14)
- June 2013 (17)
- May 2013 (9)
- April 2013 (13)
- March 2013 (11)
- November 2012 (1)
- October 2012 (3)
- September 2012 (1)
- August 2012 (2)
- June 2010 (1)
- June 2009 (2)
- July 2003 (1)
- March 2003 (1)
- December 2002 (1)
- November 2002 (1)
- October 2002 (1)
Munu hörð viðbrögð Rússlands við væntanlegri inngöngu Finnlands og Svíþjóðar í NATO beinast að Íslandi?
Ísland þarf þegar í stað að hefja undirbúning hugsanlegra refsiaðgerða - allt bendir til aðildarumsókna fyrir júnílok.
Ísland berskjaldað
Ráðamenn í Kreml hafa hótað hörðum viðbrögðum sækist Finnland og Svíþjóð eftir aðild að NATO. Ríkisstjórnir landanna óttast þau svo mjög að þær gætu hætt við aðildarumsókn. Refsiaðgerðir Rússlands munu að mestu snúa að ríkjunum tveimur en þær gætu líka beinst að Íslandi og öðrum aðildarríkjum NATO. Auk þess að það eitt og sér að Ísland er eitt Norðurlandanna getur leitt til refsiaðgerða. Hér skiptir mestu máli fyrir Ísland sem er minnsta aðildarríki NATO, herlaust og án fastar viðveru varnarliðs að vera ekki veikasti hlekkurinn í varnarbandalaginu. Sérstaklega er mikilvægt að huga að netöryggi, öryggi sæstrengja og helstu stofnana þjóðfélagsins nú í aðdraganda ákvörðunar Svía og Finna. Mikilvægt er að Ísland taki þessi mál þegar í stað upp við bandalagsríki sín til að styrkja varnir landsins.
Styrkjast eða veikjast varnir Norðurlandanna?
Til langs tíma litið þá myndi innganga ríkjanna í NATO styrkja varnir allra Norðurlandanna. Þau eru líklegri til að tala einni röddu í varnarmálum og geta í sameiningu brugðist við framtíðar ógnum hvort sem þær koma frá Rússlandi eða Kína. Samvinna Norðurlandanna í varnarmálum myndi einnig styrkjast. Varnarsamvinna ríkjanna er hins vegar líkleg til að fara í vaxandi mæli fram innan NATO. Hvaða áhrif það mun hafa á norræna varnarsamvinnu á vettvangi Norðurlandaráðs er erfitt að meta í augnablikinu.
Hlutleysi ríkjanna
Forystufólk jafnaðarmanna sem heldur um stjórnartaumana í Finnlandi og Svíþjóð og hingað til hefur verið mótfallið aðild að varnarbandalaginu er að snúast hugur. Mið og hægri flokkar í löndunum sérstaklega í Svíþjóð hafa af vaxandi þunga talað fyrir aðild að bandalaginu á síðustu árum. Löndin eiga í náinni varnarsamvinnu við NATO sem og Bandaríkin en hafa hingað til talið að hlutleysi nýtist best til að tryggja stöðugleika í norður Evópu. Hlutleysi hafi komið í veg að Svíþjóð hafi dregist inn í stríðsátök í meira en 200 ár og Finnland lent austan megin járntjalds eftir síðari heimsstyrjöldina.
Finnland og Svíþjóð yrðu í sömu stöðu og Úkraína
Ástæðan fyrir stefnubreytingu jafnaðarmanna er einföld. Rússland virðir ekki lengur landmæri nágrannalanda sinna og hikar ekki við að ráðast inn í þau. Engin veit takmörk útþennslustefnu Pútíns og hann hefur gefið í skyn að Finnlandi eigi að tilheyra Rússlandi. Ríki sem ekki eiga aðild að NATO eru í veikari stöðu gagnvart Rússlandi og mun líklegra er að á þau verði ráðist en aðildaríki bandalagsins. Ráðist Rússland inn í Finnland og Svíþjóð eru þau líkleg til að lenda í sömu stöðu og Úkraína. Þau myndu fá móralskan stuðning og vopn frá Vesturlöndum en NATO og aðildarríki þess myndu ekki verja ríkin. Það yrði þrautin þyngri fyrir þessi ríki að verja sig sjálf gegn kjarnorkuveldinu Rússlandi. Þannig mun aðildin að NATO draga úr líkum þess að Rússland ráðist á þau og auka stöðugleika á Eystrasaltinu og Norðurlöndunum. Fæling er lykilhugtakið í stefnumótunni sem nú á sér stað, þar er að fæla ráðamenn í Kreml frá því að ráðst til atlögu.
Að sama skapi þarf ríkisstjórn Íslands nú að huga að því að fæla ráðamenn í Kreml frá því að láta refsiaðgerðir bitna sérstaklega á okkur sæki Finnland og Svíþjóð um inngöngu í NATO á næstu vikum.
This entry was posted in Uncategorized. Bookmark the permalink.