Almennar upplýsingar um námskeiðið eru í Kennsluskrá.
Fyrstu þrjár vikur námskeiðsins beinum við sjónum að frumspeki fornaldar, frá Platoni til Plótínosar. Við lesum valda texta úr fornöld og nýlegar greiningar á kenningum textanna. Í tímum mun kennari fyrst kynna lykilatriði í textunum sem eru til umfjöllunar, spyrja spurninga um efnivið textanna og síðan efna til umræðna meðal nemenda. Það er því mikilvægt að nemendur séu vel lesnir fyrir hvern tíma.
Námsmat byggist annars vegar á vikulegum lestrardagbókum og hins vegar á einni ritgerð. Í ritgerð taka nemendur fyrir eitt af þemum frumspeki fornaldar. Lestrardagbókin gildir 10% af lokaeinkunn og ritgerðin 15%.
Námsáætlun fyrstu þrjár vikur námskeiðsins
- Kynning á frumspeki (9. janúar)
- Hugsun og veruleiki: Parmenídes og Anscombe (11. janúar)
- Platon um frummyndir og eðli heimsins (16. janúar)
- Aristóteles um verundir, breytingu og varanleika (18. janúar)
- Aristóteles, Epikúringar og Stóa um frelsi viljans (23. janúar)
- Plótinos um sálina og sjálfið (25. janúar)
Verkefnaskil:
- 30. janúar: Skil á hreinritaðri dagbók.
- 4. febrúar: Skil á ritgerð.