Völundarhús utanríkismála Íslands: Nýtt hlaðvarp

Nýtt hlaðvarp Kjarnans um utanríkisstefnu Íslands hefur hafið göngu sína. Markmiðið er að miðla og ræða niðurstöður rannsókna um utanríkistefnu Íslands. Í þessum þáttum verða rannsóknir mínar til umræðu. En ég hef unnið að rannsóknum í stjórnmálafræði í hart nær þrjá áratugi og sérhæft mig í rannsóknum á stöðu smáríki í Evrópu og utanríkisstefnu Íslands. Í hverjum þætti býð ég tveimur sérfróðum gestum um utanríkismál Íslands í Völundarhúsið til að ræða efni vísindagreinanna sem þættirnir byggja á. En ein til fjórar fræðigreinar liggja til grundvallar hverjum þætti fyrir sig. Markmiðið með þáttunum er að koma rannsóknaniðurstöðunum á skýran og skilmerkilegan hátt á framfæri. Með öðrum orðum má segja að markmið þáttanna sé að leiða okkur út úr völundarhúsi vísindalegrar umræðu um utanríkisstefnu Íslands inn á beina og beiða braut skýrrar umræðu um utanríkismál.
Í þáttunum, sem verða alls sex að tölu, verður fjallað um jafn mörg viðfangsefni sem öll snerta grundvallaratriði varðandi utanríkismál Íslands. Fyrsti þátt­ur­inn fjallar um hvaða aðferðum lítil ríki beita til að verja hags­muni sína og hafa áhrif í alþjóða­sam­fé­lag­inu en þar ræði ég við Karl Blön­dal aðstoð­ar­rit­stjóra Morg­un­blaðs­ins og Silju Báru Ómars­dóttur pró­fessor í stjórn­mála­fræði við Háskóla Íslands.
Í næstu þáttum verður fjallað um Norðurlandasamvinnuna, samskiptin við Bandaríkin, þátttöku Íslands í samvinnu Evrópuríkja og ný rannsókna á samskiptum Íslands við Kína kynnt til sögunnar. Lokaþátturinn sný svo að framtíðinni, þ.e. hvernig utanríkismálum Íslands er best komið fyrir í nánustu framtíð.
Þætt­irnir eru hluti af sam­starfs­verk­efni Háskóla Íslands, Rann­sókna­set­urs um smá­ríki við háskól­ans og hlað­varpi Kjarn­ans og liður í því að koma rann­sóknum fræði­manna við Háskóla Íslands á fram­færi utan aka­dem­í­unn­ar.

This entry was posted in Uncategorized. Bookmark the permalink.